• Ljósmynd: Benn Craig/Belfer Center.
Fréttir | 26. jan. 2018

Heimsókn til Harvard háskóla

Forseti og forsetafrú heimsækja Harvard háskólann í Boston og flytja fyrirlestra þar og taka þátt í umræðum. Heimsóknin byrjaði með skoðunarferð um háskólasvæðið og hefðbundinni myndatöku við styttu af John Harvard og með heimsókn í aðalbókasafn skólans. Þá áttu forsetahjón fund með Margot Gill, starfandi rektor skólans, og annan með Doug Elmendorf og Eric Rosenbach sem eru yfirstjórnendur hjá Harvard Kennedy School of Government. Þessu næst snæddi forseti hádegisverð í boði Belfer Center við skólann og hélt þar ávarp um landhelgisdeilur, kalda stríðið og sjálfstæði Íslendinga og átti í framhaldinu samtal við kennara og nemendur; en á sama tíma ræddi forsetafrú við hóp nemenda um Ísland og jafnréttismál.
Eftir hádegi átti forseti fund með stjórnendum Arctic Initiative við Harvard, ræddi við fulltrúa fjölmiðla við skólann og flutti svo fyrirlestur fyrir fjölda gesta í Kennedy School of Government (sjá frétt um fyrirlesturinn hér).

Myndasafn frá heimsókninni (ljósmyndir: Benn Craig/Belfer Center).

Aðrar myndir frá heimsókninni til Kennedy School of Government við Harvard.



Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar