Fréttir | 06. feb. 2018

Íslenski sjávarklasinn

Forseti skoðar húsnæði Íslenska sjávarklasans á Grandagarði og heimsækir fjölda sprotafyrirtækja, sem þar hafa aðsetur, í fylgd með Þór Sigfússyni framkvæmdastjóra. Flest fyrirtækjanna tengjast sjávarútvegi með einhverjum hætti, og starfa sum að hönnun skipa og fiskvinnslutækja eða framleiðslu sjávartengdra fæðubótarefna svo dæmi séu tekin. En þarna eru líka ýmis önnur fyrirtæki með aðstöðu, þar á meðal fyrirtæki í ferðageiranum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar