Fréttir | 13. feb. 2018

Sendiherra Nýja-Sjálands

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Nýja Sjálands, frú Lyndal Walker, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um reynslu Nýsjálendinga í ferðamannaiðnaði og nýtingu jarðhita, samstarf á sviði jarðskjálftarannsókna og vinsældir Íslands og Nýja-Sjálands í kvikmyndagerð. Þá var rætt um jafnréttismál og leiðir til frekari árangurs á þeim vettvangi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar