Fréttir | 17. feb. 2018

English Speaking Union

Eliza Reid forsetafrú sækir ræðukeppni ESU, English Speaking Union, á Íslandi. Nemendur frá allmörgum framhaldsskólum ræddu á ensku um það sjónarmið að framtíðin sé í okkar höndum, undir forskriftinni „The only way to predict the future is to invent it“. Forsetafrú, sem gegndi áður formennsku í ESU, var meðal dómara. Í ár bar Verslunarskólaneminn Kjartan Ragnarsson sigur úr býtum og mætir til leiks fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri ræðukeppni ESU í Lundúnum í vor.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar