Fréttir | 08. apr. 2018

15-10

Forseti tekur á móti landsliði Íslands sem vann frækinn sigur á Dönum, 15-10, í handknattleik karla í Laugardalshöll fyrir réttum 50 árum. Það var í fyrsta sinn sem Íslendingar lögðu Dani að velli í hópíþrótt og vöktu úrslitin vitaskuld mikla gleði hérlendis. Tveir landsliðsmannanna eru látnir, Emil Karlsson og þjálfarinn Birgir Björnsson. Aðrir mættu til móttökunnar á Bessastöðum utan þeirra sem ekki áttu heimangengt. Í ávarpi minnti forseti á hvernig afreksíþróttir geta stuðlað að þjóðareiningu og stutt við heilbrigða ættjarðarást.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar