Fréttir | 10. apr. 2018

Bosnía-Hersegóvína

Forseti á fund með nýjum sendiherra Bosníu-Hersegóvínu, Nedim Makarevic, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um stöðu Bosníu-Hersegóvínu á mörkum menningarstrauma og pólitískra áhrifasvæða, borgarastyrjöldina í landinu á sínum tíma og framtíðarhorfur hins unga lýðveldis. Þá var minnst á íbúa landsins sem hafa flutt hingað til Íslands og auðgað samfélagið, ekki síst á vettvangi íþrótta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar