Fréttir | 11. apr. 2018

Alþjóða fjarskiptasambandið

Forseti á fund með Houlin Zhao, aðalritara Alþjóða fjarskiptasambandsins, á Bessastöðum. Aðalritarinn var á ferð hér á landi í tilefni af því að Ísland er í efsta sæti á lista sambandsins yfir ríki sem náð hafa langt í upplýsingatækni og fjarskiptum. Á fundinum var m.a. rætt um samfélagslegt gildi greiðra fjarskipta og gildi þeirra í alþjóðlegum samskiptum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar