Fréttir | 11. apr. 2018

Samfélagsverðlaun

Forseti afhendir Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Kvenfélagið Hringurinn hlaut þau í ár, í viðurkenningarskyni fyrir áralangt starf Hringskvenna í þágu líknar og mannúðar, og er þá helst að geta stuðnings við Barnaspítala Hringsins. Við sama tilefni hlaut Herdís Egilsdóttir heiðursverðlaun og Atli Svavarsson var heiðraður í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar. Þá var Guðmundur Fylkisson kjörinn Hvunndagshetja og Páli Óskari Hjálmtýssyni voru veitt verðlaun í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Um verðlaunin má lesa nánar hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar