Fréttir | 12. apr. 2018

Iceland Writers Retreat

Forseti tekur á móti þátttakendum í alþjóðlegu ritlistarbúðunum Iceland Writers Retreat. Þær eru nú haldnar fimmta árið í röð á Íslandi. Fólk sækir þennan vettvang hvaðanæva úr heiminum, nýtur leiðsagnar þekktra erlendra og innlendra höfunda í ritlist, fræðist um sagnaarf Íslendinga og kynnist landi og þjóð. Eliza Reid forsetafrú og Erica Green eru stofnendur ritlistarbúðanna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar