Fréttir | 23. apr. 2018

Alþingishátíðarstellið

Forseti tekur á móti veglegri gjöf. Börn og aðrir vandamenn Gísla Konráðssonar og Sólveigar Axelsdóttur  frá Akureyri gáfu embætti forseta Íslands borðbúnað úr Alþingishátíðarstellinu svonefnda. Munirnir voru framleiddir fyrir veisluhöld á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930 þegar þess var minnst að þúsund ár töldust frá stofnun allsherjarþings á Íslandi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar