Fréttir | 24. apr. 2018

Lærdómsvegurinn

Forseti þiggur bókargjöf á Bessastöðum. Friðþór Ingason, sjúkraliði og þorskaþjálfi, færði forseta bókina Lærdómsvegurinn. Friðþór greindist með geðhvarfasýki og segir í bókinni sögu veikinda sinna, meðferðar og bata. Í henni er líka að finna frásagnir ættingja og vina af þeim áhrifum sem sjúkdómurinn hefur á fólk sem stendur hinum veika nærri. Viðburðinn sóttu einnig eiginkona Friðþórs, Ragnheiður Jónsdóttir þroskaþjálfi, og Marta Georgsdóttir sem hannaði kápu ritsins.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar