Fréttir | 09. maí 2018

Jafnréttismál

Forseti á fund með Maria Noel Vaeza og Elizabeth Nyamayaro frá UN Women, og Gary Barker frá MenEngage/Promundo. Rætt var um framlag Íslands á sviði jafnréttismála, ekki síst með tilliti til jafnlaunastefnu, og þátttöku forseta í HeForShe átaki UN Women. Fundinn sat einnig Einar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, en fundurinn var haldinn á skrifstofu fastanefndarinnar í New York.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar