Fréttir | 11. maí 2018

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna

Forseti á fund með António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í höfuðstöðvum samtakanna í New York. Á fundinum var rætt um málefni hafsins, jafnréttismál, sjálfbæra ferðaþjónustu, brýn umskipti í orkubúskap veraldar, málefni norðurslóða og þær fjórar háskóladeildir Sameinuðu þjóðanna sem starfa á Íslandi. Þá var jafnframt rætt um framtíð íslenskunnar, og annarra tungumála sem fáir tala, í stafrænum heimi. Fundinn sátu einnig Eliza Reid forsetafrú og Einar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar