Fréttir | 15. maí 2018

Fundur með forsætisráðherra Finnlands

Forseti á fund með Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, í embættisbústað hans Kesäranta. Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, sat fundinn sömuleiðis, auk embættismanna. Á fundinum var meðal annars rætt um kynjajafnrétti og menntamál, framtíð Norðurslóða, þróun mála hjá Evrópusambandinu og samskipti þjóðanna á menningarsviði.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar