Fréttir | 15. maí 2018

Hönnunarsafn og Þjóðskjalasafn

Í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Finnlands heimsótti Eliza Reid forsetafrú Hönnunarsafnið í Helsinki í fylgd forsetafrúar Finnlands, Jenni Haukio. Framkvæmdastjóri Hönnunarsafnsins, Jukka Savolainen, tók á móti forsetafrú ásamt ekkju hönnuðarins Timo Sarpaneva, Marjatta Sarpaneva, sem fylgdi forsetafrú um sýningu á verkum hans.

Þá heimsótti forsetafrú Þjóðskjalasafn Finnlands í Helsinki en þar tóku á móti henni forstjóri safnsins, Jussi Nuorteva og aðstoðarforstjóri, Päivi Happonen og sögðu frá sjálfstæðisbaráttu Finna. Einnig sýndu þeir forsetafrú skjalasafn þeirra sem hefur að geyma mikið magn merkra fornra rita.