Fréttir | 16. maí 2018

Málstofa um heilbrigðistækni

Forseti sækir málstofu sem Samtök iðnaðarins og samstarfsaðilar efna til í Helsinki. Forseti flutti setningarávarp en því næst kynntu fulltrúar fyrirtækjanna Mentis Cura, Nox Medical, og Össur starfsemi þeirra. Í kjölfarið fylgdu kynningar á finnskum fyrirtækjum og umræður um tækifæri á þessum vettvangi. Ávarp forseta.