Fréttir | 06. júní 2018

Ráðherra upplýsingatæknimála

Forseti á fund með S.S. Ahluwalia, ráðherra upplýsingatæknimála á Indlandi, og föruneyti hans á Bessastöðum. Rætt var um gott samstarf Íslands og Indlands til margra ára, svo sem innan alþjóðastofnana, en einnig í orkumálum, upplýsingatækni og ferðamennsku. Á öllum þessum sviðum væru áhugaverð sóknarfæri.