Fréttir | 11. ágú. 2018

Jökulsárhlaup

Forseti þreytir Jökulsárhlaup, víðavangshlaup meðfram Jökulsá á Fjöllum. Fjöldi sjálfboðaliða undirbjó hlaupið og sá um að það færi vel fram. Meðal hlaupara voru þátttakendur í Landvættum, fjölþættri þraut á vegum Ferðafélags Íslands - Fossavatnsgöngu, Bláalónsþraut, Urriðavatnssundi og að lokum Jökulsárhlaupi en forseti var þó ekki í þessum hópi þrekmenna.