Fréttir | 19. okt. 2018

Sjávarútvegsmál

Forseti á fund með Karmenu Vella sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins. Rætt var um vaxandi súrnun hafsins, plastmengun og aðra vá sem brýnt er að þjóðir heims taki höndum saman um að berjast gegn. Þá var rætt um nýtingu sjávarauðlinda og þá lærdóma sem aðrar þjóðir gætu dregið af tilraunum Íslendinga til fullvinnslu þeirra sem og af þeirri tækniþróun sem einkennt hefur íslenskan sjávarútveg.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar