Fréttir | 23. okt. 2018

Sendiherra Chile

Forseti tekur á móti sendiherra Chile, Waldemar Ernesto Coutts Smart, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um sameiginlega hagsmuni ríkjanna á sviði umhverfisverndar og leiðir til að sporna gegn síaukinni mengun úthafanna. Þá var rætt um vöxt ferðaþjónustu í báðum ríkjunum og möguleika á samvinnu við nýtingu jarðhita í Chile.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar