Fréttir | 09. nóv. 2018

Friðarráðstefna í París

Forseti heldur til Parísar á morgun laugardag í boði Frakklandsforseta til að taka þátt í alþjóðlegri friðarráðstefnu. Ráðstefnan er haldin í tilefni af aldarafmæli vopnahlés eftir fyrri heimsstyrjöldina en sá ófriður kostaði margar milljónir manna lífið víða um lönd. Í heimsókninni mun forseti færa Friðarbókasafninu í París táknræna gjöf frá Íslendingum. Fréttatilkynning.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar