Fréttir | 05. des. 2018

Kærleikskúlan

Eliza Reid forsetafrú afhendir Kærleikskúluna 2018 fyrir hönd Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Kærleikskúla ársins er eftir Elínu Hansdóttur myndlistarkonu. Á hverju ári er valinn sérstakur handhafi kærleikskúlunnar sem fær hana í viðurkenningarskyni fyrir störf sín í þágu fatlaðra í samfélaginu.

Handhafi Kærleikskúlunnar í ár er Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi og þróunarsviðs Íþróttasambands fatlaðra á Íslandi. Allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar rennur til Reykjadals.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar