Fréttir | 15. feb. 2018

Forseti Georgíu

Forseti á fund með Giorgi Margvelashvili forseta Georgíu. Rætt var um samskipti ríkjanna, meðal annars samstarf við nýtingu vatnsorku og jarðhita í Georgíu og möguleika á auknum samskiptum á sviði menntunar og menningar. Var þar vikið að atbeina Íslandsvinarins Grígols Matsjavariani sem heillaðist ungur af bókmenntaarfi Íslendinga, fékk undir lok síðustu aldar tækifæri til að lifa og starfa með fjölskyldu sinni á Íslandi, þýddi fornar sögur okkar á georgísku en féll frá fyrir aldur fram.

Í viðræðum forsetanna var einnig vikið að öryggismálum á alþjóðavettvangi og stuðningi íslenskra stjórnvalda við þær óskir ráðamanna í Georgíu að efla tengsl ríkisins við vestrænar alþjóðastofnanir.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar