Fréttir | 13. mars 2018

Sendiherra Gana

Forseti tekur á móti sendiherra Gana, Amerley Ollennu Asua-Asamoa, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um leiðir til að auka viðskipti ríkjanna, til dæmis á sviði sjávarútvegs og þróunar landbúnaðar í Gana. Þá var rætt um framtíðarhorfur þar í landi, stöðugt lýðræði síðustu áratugi og kröfur ungs fólks um menntun og störf við hæfi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar