Fréttir | 14. júlí 2018

Rúllandi snjóbolti

Forsetahjón sækja listsýninguna Rúllandi snjóbolti á Djúpavogi. Í ár var hún haldin í fimmta sinn, í Bræðslunni í bænum. Sýningin er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps og CEAC (Chinese European Art Center) í Xiamen, Kína. CEAC er sjálfseignarstofnun sem Ineke Guðmundsson stofnaði árið 1999 með fjárhagslegum stuðningi eiginmanns síns, listamannsins Sigurðar Guðmundssonar. Meðan á dvöl forsetahjóna í Djúpavogi stóð litu þau einnig við í Löngubúð og kynntu sér þar safn Ríkarðs Jónssonar myndhöggvara og myndskera. Í Löngubúð er sömuleiðis fróðlegt minjasafn og minningarstofa um Eystein Jónsson ráðherra, sem fæddist að Hrauni á Djúpavogi, og konu hans Sólveigu Eyjólfsdóttur.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar