Fréttir | 20. sep. 2016

Sendiherra Bretlands

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Bretlands, Michael Nevin, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Í samtali þeirra var minnst á sóknarfæri í samskiptum Íslands og Bretlands á hinum ýmsu sviðum, ekki síst í viðskiptum, mennta- og ferðamálum. Einnig var rætt um stöðu mála í Evrópu eftir nýlegt þjóðaratkvæði Breta þar sem meirihluta kjósenda óskaði eftir úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Þá ræddu forseti og sendiherra um þróunarverkefni í Malaví en Nevin var sendifulltrúi Bretlands þar áður en hann var skipaður sendiherra á Íslandi. Að lokinni afhendingu trúnaðarbréfs bauð forseti til móttöku fyrir embættismenn og aðra sem sinna samskiptum Íslands og Bretlands. Mynd.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar