Fréttir | 07. okt. 2016

Utanríkisráðherra Finnlands

Forseti á fund með Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, ásamt embættismönnum. Á fundinum var m.a. rætt um góð samskipti landanna, aukinn ferðamannastraum og viðburði sem fyrirhugaðir eru á næsta ári í tengslum við aldarafmæli sjálfstæðis Finnlands. Þá var einnig rætt um sambúð Finna og Rússa og málefni Evrópusambandsins í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi. Fundinn sat einnig Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Finnlandi. Myndir.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar