Fréttir | 15. des. 2016

Miðbaugsminjaverkefnið

Forseti flytur ávarp við opnun sögu- og listsýningar í Hörpu. Á sýningunni getur að líta minjar frá Hiroshima eftir kjarnorkuárásina á borgina 1945 og listmuni sem unnir eru út frá þeim viðburði. Sýningin er hluti Miðbaugsminjaverkefnisins (The Equator Memorial Project) og var sett upp í samvinnu við sendiráð Japans á Íslandi. Í ávarpi sínu sagði forseti sýninguna varpa ljósi á hörmungar stríðsátaka sem bitnuðu á saklausu fólki eins og sést hefði í Hiroshima og sæist um þessar mundir í Aleppo á Sýrlandi. Stilla þyrfti til friðar með öllum tiltækum ráðum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar