Fréttir | 24. jan. 2017

Grænland og Ísland

Að loknum hátíðarkvöldverði í Amalíenborg í boði Margrétar Danadrottningar bað forseti Íslands um fund með Kim Kielsen, formanni grænlensku landstjórnarinnar, sem sat boðið. Ræddu þeir um leiðir til að styrkja og efla samskipti Íslands og Grænlands á ýmsum sviðum. Ákveðið var að samræðum um þessi mikilvægu mál hinna tveggja vinaþjóða skyldi haldið áfram.

Efnisorð |
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar