Fréttir | 07. feb. 2017

Netöryggi

Forseti setur málþing um stafræna borgaravitund á alþjóðlega netöryggisdeginum. Á þinginu var sjónum beint að internetinu, snjallsímum, samskiptaforritum og öllum þeim kostum og göllum sem þessar og aðrar nýjungar hafa í för með sér fyrir samfélag manna, einkum í heimi barna og unglinga. Rætt var um sjálfsmynd og orðstír á netinu, réttindi og ábyrgð og heilsu og vellíðan. Einnig var rýnt í siðareglur á netinu, netöryggi og aðgengi. Að málþinginu stóðu fjölmörg samtök og stofnanir. Þingið var tekið upp og má horfa á það hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar