Fréttir | 09. júní 2017

Heimsókn í Bláskógabyggð

Forseti og forsetafrú fóru í opinbera heimsókn til Bláskógabyggðar föstudaginn 9. júní. Dagskráin hófst með því að sveitarstjórnin tók á móti þeim hjá Heiðarbæ í Þingvallasveit og í framhaldi af því var gengið um Almannagjá í fylgd Ólafs Arnar Haraldssonar þjóðgarðsvarðar og Vilhjálms Árnasonar, formanns Þingvallanefndar. Á leiðinni til Laugvatns var komið við í Laugarvatnshellum sem hafa verið færðir nær hinu gamla horfi þegar búið var í þeim og svo haldið í Héraðsskólann á Laugarvatni og skoðað gistiheimilið þar. Einnig skoðuðu forsetahjónin Fontana laugina og Vígðulaug og þáðu hádegisverð í boði sveitarstjórnar. Næst lá leiðin á Hjálmsstaði skammt frá Laugarvatni þar sem hjónin Ragnhildur Sævarsdóttir og Daníel Pálsson tóku á móti gestunum og þaðan í Heilsugæsluna í Laugarási þar sem sagt frá starfseminni þar og undirritaður var samningur um Heilsueflandi samfélag. Dagskránni lauk með hátíðarsamkomu í félagsheimilinu Aratungu þar sem íbúar sveitarfélagsins buðu upp á skemmtidagskrá og veitingar en forseti flutti ávarp og færði sveitarfélaginu gjöf.

Ávarp forseta.

Myndasyrpa úr heimsókninni.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar