Fréttir | 30. júlí 2017

Heimsmót skáta

Forseti heimsækir heimsmót skáta á Úlfljótsvatni. Yfir fimm þúsund skátar á aldrinum 18-25 ára auk eldri sjálfboðaliða sækja mótið frá yfir hundrað löndum. Þetta er eitt stærsta verkefni sem íslenskir skátar hafa staðið að í aldarlangri sögu skátahreyfingarinnar hérlendis. Forseti kynnti sér heimsmótið í fylgd skipuleggjenda, ræddi við mótsgesti og fræddist um starf skáta um heim allan. Ekki var heyra annað en að hinir erlendu skátar sem hingað eru komnir njóti dvalarinnar og báru þeir lof á forsvarsmenn íslenskra skáta fyrir metnað og fagmennsku við undirbúning og framkvæmd hins mikla heimsmóts.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar