Fréttir | 02. okt. 2017

Kynning á Forvarnardeginum 2017

Forseti efnir ásamt öðrum til fréttamannafundar um Forvarnardaginn 2017 en dagurinn verður haldinn í skólum víða um landið miðvikudaginn 4. október. Á fundinum, sem fram fór í Kelduskóla-Vík í Víkurhverfi, flutti forseti stutt ávarp þar sem hann minnti á gildi þess að lifa lífinu frjáls og án þeirra fjötra sem fíkniefni leggja á margan manninn. Rík ástæða væri til að fagna því að sífellt færri ungmenni á Íslandi noti áfengi og tóbak, og eigi það bæði við um nemendur í grunnskólum og framhaldsskólum. Fundinn sóttu einnig forystumenn Íþróttasambands Íslands, UMFÍ og Skátanna, auk Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og Vals Ragnarssonar, fulltrúa Actavis, sem fluttu báðir stutt ávörp.

Myndasyrpa frá fundinum á vef ÍSÍ (ljósmyndari: Ragna Ingólfsdóttir).

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar