Fréttir | 03. okt. 2017

Ferðamálastjóri Sameinuðu þjóðanna

Forseti á fund með Taleb Rifai, framkvæmdastjóra Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Forseti bauð Rifai til vinnukvöldverðar á Bessastöðum ásamt gestgjafa hans á Íslandi, Ólöfu Ýri Atladóttur ferðamálastjóra, auk sérfræðinga og embættismanna á sviði ferðamála. Rætt var um áskoranir í ferðaþjónustu innanlands og í alþjóðlegu samhengi. Um þau efni fjallaði forseti einnig í ræðu á Ferðamálaþingi 4. október.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar