Fréttir | 12. okt. 2017

Gestir frá Harvard

Forseti tekur á móti hópi kennara og nemenda við Harvard háskóla í Bandaríkjunum sem taka þátt í norðurslóðaverkefni á vegum skólans. Fyrir hópnum fara John P. Holdren, fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama Bandaríkjaforseta, og Halla Hrund Logadóttir, forstöðumaður verkefnisins. Forseti svaraði fyrirspurnum gestanna um loftslagsmál, atbeina Íslands á norðurslóðum, orkumál og hlutverk Íslands á þeim vettvangi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar