Fréttir | 13. feb. 2018

Sendiherra Kína

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Kína, hr. Jin Zhijian, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um samstarf ríkjanna á ýmsum sviðum, ekki síst við nýtingu jarðhita enda hafa íslensk fyrirtæki haslað sér völl á þeim vettvangi ytra. Einnig var fjallað um auknar ferðir Kínverja til Íslands, vinsældir lands og náttúru í huga Kínverja og þær áskoranir sem því fylgja. Þá var rætt um samstarf íslenskra og kínverskra háskólastofnana og leiðir til frekari samvinnu. Hinn nýi sendiherra vann í sendiráði Kína á Íslandi árin 1988‒1991 og er vel mæltur á íslensku.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar