Fréttir | 26. feb. 2018

Sjávarútvegsskólinn

Forseti flytur ávarp við útskrift nemenda úr Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Skólinn var stofnaður fyrir réttum 20 árum. Samtals hafa 368 manns lokið námi við hann og koma þeir frá yfir 50 ríkjum. Í ár útskrifaðist 21 nemandi, 13 konur og 8 karlar. Fólkið er frá 15 ríkjum í Asíu, Afríku og Mið-Ameríku auk nokkurra eyríkja Karíbahafsins.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar