Fréttir | 30. apr. 2018

Votlendissjóður

Forseti býður til fundar á Bessastöðum þar sem stofnun Votlendissjóðs var kynnt. Ætlunin með sjóðnum er að stuðla að stóraukinni endurheimt votlendis á Íslandi sem á að geta minnkað hið mikla kolefnisspor Íslendinga til muna. Á fundinum tóku nokkrir til máls auk forseta, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar