Fréttir | 10. maí 2018

Framtíð íslenskrar tungu og bókmennta

Forseti flytur setningarávarp á ráðstefnu um framtíð íslenskrar tungu og íslenskar bókmenntir sem haldin er í Norræna húsinu í New York. Tvennar pallborðsumræður fylgdu í kjölfarið. Fyrst ræddu Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor við Háskóla Íslands, Anna Björk Nikulásdóttir, vísindamaður við Háskólann í Reykjavík, Richard Sproat, rannsóknarstjóri hjá Google, Hal Daumé III frá Microsoft og Ingvar Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Nintendo, framtíð íslensku í stafrænum heimi. Þá ræddu Eliza Reid forsetafrú, Adam Gopnik frá tímaritinu New Yorker, Chad W. Post frá tímaritinu Publishers Weekly og Birna Anna Björnsdóttir rithöfundur stöðu og framtíð íslenskra bókmennta undir stjórn Anne Giardini. Lokaorð á ráðstefnunni flutti Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, stjórnarformaður Almannaróms en ráðstefnustjóri var Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Össurar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar