Fréttir | 13. maí 2018

Matreiðsla og framreiðsla

Forseti tekur á móti fulltrúum Íslands í norrænu nemakeppninni í framreiðslu og matreiðslu sem haldin var í Kaupmannahöfn á dögunum. Íslendingar unnu til gullverðlauna í framreiðslu og matreiðslunemar hlutu silfurverðlaun. Keppnin var haldin á Hótel- og veitingaskólanum í Kaupmannahöfn og má finna nánari upplýsingar um hana hér. Í stuttu ávarpi óskaði forseti nemunum til hamingju með glæsilegan árangur og minnti jafnframt á mikilvægi iðnnáms í íslensku menntakerfi og atvinnulífi, ekki síst á sviði matreiðslu og framreiðslu sem skiptir svo miklu máli í ferðamannageiranum, einni undirstöðuatvinnugrein okkar Íslendinga.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar