Fréttir | 15. maí 2018

Hönnunarsafn og Þjóðskjalasafn

Í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Finnlands heimsótti Eliza Reid forsetafrú Hönnunarsafnið í Helsinki í fylgd forsetafrúar Finnlands, Jenni Haukio. Framkvæmdastjóri Hönnunarsafnsins, Jukka Savolainen, tók á móti forsetafrú ásamt ekkju hönnuðarins Timo Sarpaneva, Marjatta Sarpaneva, sem fylgdi forsetafrú um sýningu á verkum hans.

Þá heimsótti forsetafrú Þjóðskjalasafn Finnlands í Helsinki en þar tóku á móti henni forstjóri safnsins, Jussi Nuorteva og aðstoðarforstjóri, Päivi Happonen og sögðu frá sjálfstæðisbaráttu Finna. Einnig sýndu þeir forsetafrú skjalasafn þeirra sem hefur að geyma mikið magn merkra fornra rita.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar