Fréttir | 17. maí 2018

Baráttan gegn einelti

Forseti heimsækir Turkuháskóla, flytur þar ávarp og hlýðir á erindi sem fjölluðu um rannsóknir á einelti og baráttuna gegn slíkri hegðun meðal barna og unglinga. Að fyrirlestrum loknum var skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf á þessu sviði en Finnar hafa náð miklum árangri í baráttu gegn einelti sem vakið hefur mikla athygli í öðrum löndum. Í Turkuháskóla talaði einnig Vanda Sigurgeirsdóttir sem haft hefur frumkvæði í þessum efnum á Íslandi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar