Fréttir | 07. júní 2018

Kalda stríðið

Forseti á fund með Vojtěch Mastný, sagnfræðingi og sérfræðingi í sögu Sovétríkjanna og kalda stríðsins. Rætt var um samskipti valdhafa í Moskvu við ráðamenn á Vesturlöndum að fornu og nýju, notkun sögunnar í samtímanum og blikur á lofti í alþjóðamálum. Mastný ólst upp í Tékkóslóvakíu, flúði þaðan á sjöunda áratugi síðustu aldar og hefur æ síðan unnið við virta háskóla og rannsóknastofnarnir austan hafs og vestan.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar