Fréttir | 21. júní 2018

Heimsókn til Eistlands

Forseti og forsetafrú komu í opinbera heimsókn til Eistlands í gær og hófst dagskráin í dag með móttökuathöfn við forsetahöllinna í Tallinn. Þar tók Kersti Kaljulaid, forseti Eistlands, á móti gestunum ásamt eiginmanni sínum og áttu forsetarnir þvínæst fund og ræddu við fulltrúa fjölmiðla.
Meðal annarra atburða á þessum fyrsta degi heimsóknarinnar var hádegisverðarboð forseta þingsins, fundur með forsætisráðherra Eistlands, heimsókn í tölvuvarnamiðstöð landsins, kynnisfundur með fulltrúum Mannréttindaseturs Eistlands og heimsókn í Tónlistarsetur Arvo Pärt en deginum lauk með hátíðarkvöldverði forseta Eistlands til heiðurs forseta Íslands.
Einnig má geta þess að Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var í sendinefnd forseta og sat fundi með honum auk þess að eiga sérstakan fund með menningarmálaráðherra Eistlands og flytja fyrirlestur í seðlabanka landsins.

Ávarp forseta Íslands í hátíðarkvöldverði.

Myndir frá fyrra degi heimsóknarinnar (ljósmyndir: Raigo Pajula/Office of the President of the Republic of Estonia).

Fleiri myndir úr heimsókninni.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar