Fréttir | 29. júní 2018

Grígol Matsjavaríani

Forseti býður sendiherra Georgíu og öðrum fulltrúum þarlendra stjórnvalda til hátíðarstundar á Bessastöðum. Irma Matsjavaríani tók þar við heiðursorðu Georgíu fyrir hönd eiginmanns síns heitins, Grígols Matsjavaríani. Grígol heillaðist ungur af íslenskum fornsögum og bókmenntum og kom til Íslands ásamt konu sinni og Tamar, barnungri dóttur þeirra, árið 1992. Ferð þeirra hingað var möguleg fyrir atbeina Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra. Hér á Íslandi og ytra þýddi Grígol íslenskar sögur yfir á georgísku og vann að georg-íslenskri orðabók. Árið 1996 lést Grígol af völdum bílslyss í Tbílísí, höfuðborg Georgíu. Ekkja hans og dóttir hafa síðan búið hér á landi. Stutta samantekt um Íslandsvininn Grígol Matsjavaríani má m.a. sjá hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar