Fréttir | 16. ágú. 2018

Utanríkisráðherra Noregs

Forseti á fund með Ine Eriksen Söreide, utanríkisráðherra Noregs, á Bessastöðum. Rætt var um vinsamleg samskipti landanna, norrænt samstarf, málefni norðurslóða og heyútflutning frá Íslandi til Noregs; íslenskir bændur eru um þessar mundir að selja hey til Noregs vegna slæmrar sprettu þar sem tengist miklum þurrkum í landinu í sumar. Ráðherrann átti áður fundi með utanríkisráðherra Íslands og utanríkismálanefnd Alþingis.

Efnisorð |
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar