Fréttir | 21. ágú. 2018

Sýklar og smitsjúkdómar

Forseti flytur ávarp á alþjóðlegri ráðstefnu smitsjúkdómalækna og sýklafræðinga í Reykjavík. Ráðstefnan er haldin ár hvert á Norðurlöndum og nú í fjórða sinn á Íslandi. Um 300 manns sækja viðburðinn. Í máli sínu minntist forseti á hvernig framfarir í læknavísindum hafa bætt líf og heilsu mannkyns og áréttaði mikilvægi hógværðar og víðsýni í heimi rannsókna og fræða, en um leið að sérfræðiþekking, sérfræðingar og vísindaleg vinnubrögð séu metin að verðleikum í samfélaginu.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar