Fréttir | 06. sep. 2018

Sendiherra Filippseyja

Forseti tekur á móti sendiherra Filippseyja, Jocelyn S. Batoon-Garcia, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um samskipti Íslands og Filippseyja að fornu og nýju og þann fjölda Filippseyinga sem hefur sest að hér á landi og auðgað mannlífið. Forseti rakti stefnu íslenskra stjórnvalda í mannréttindamálum, meðal annars á vettvangi mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Þá var rætt um jarðhitanýtingu á Filippseyjum og fiskveiðar þar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar