Fréttir | 11. sep. 2018

Borgarfjörður eystri

Forsetahjón hefja opinbera heimsókn til Austurlands á Borgarfirði eystra þar sem þau snæða kvöldverð með íbúum sveitarfélagsins í félagsheimilinu Fjarðarborg. Jakob Sigurðsson oddviti bauð gesti velkomna, forseti flutti ávarp, flutt voru ljóð eftir borgfirsk skáld og dagskránni lauk með fjöldasöng undir stjórn Jóns Arngrímssonar og Hafþórs Snjólfs Helgasonar. Þá var forseta formlega boðið að taka þátt í Dyrfjallahlaupinu í júlí á næsta ári. Ávarp forseta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar