Fréttir | 12. sep. 2018

Heimsókn til Borgarfjarðar eystri

Að morgni síðari dags heimsóknar forsetahjóna til Borgarfjarðar eystri fóru þau í fylgd Jóns Þórðarsonar sveitarstjóra og Jakobs Sigurðssonar oddvita í skoðunarferð um bæinn og næsta nágrenni hans. Farið var að höfninni, gengið á hafnarhöfðann og mannvirki skoðuð en á leiðinni gátu menn virt fyrir sér selalátur við fjörðinn. Loks heimsóttu forsetahjón Elísabetu Sveinsdóttur í fallegan torfbæ hennar í þorpinu.

Myndir úr heimsókn forseta og forsetafrúar til Fljótsdalshéraðs og grannbyggða.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar